Grátlegt tap gegn ÍR

Mateja skoraði mark Ægis
Mateja skoraði mark Ægis

Ægir töpuðu naumlega gegn ÍR, 2-1 í Breiðholtinu í gærkvöldi.

Okkar menn voru 1-0 undir í hálfleik, en á 76.mínútu jafnaði varamaðurinn Darko Matejic metin eftir góðan undirbúning frá Ágúst Frey.

Allt leit úr fyrir að jafntefli myndi verða niðurstaðan, en leikmenn ÍR náðu að skora sigurmarkið á 88.mínútu og úrslitin því 2-1, Breiðhyltingum í vil.

Alfreð Elías, þjálfari Ægis fékk svo að líta rauða spjaldið eftir að leik lauk, eftir orðaskipti við dómara leiksins.

Það er skammt stórra högga á milli, því næsti leikur Ægis er í Þorlákshöfn á föstudaginn, 11.júlí kl 20:00 á móti Aftureldingu.

Áfram Ægir!