Fullt var út úr dyrum í Þorlákskirkju í kvöld þegar Tónar og trix héldu útgáfutónleika sína. Mikil stemning var meðal gesta á þessum frábæru tónleikum.
Margir tónlistarmenn stigu á stokk og má þar nefna Sölku Sól, Unnstein Manúel, Kristjönu Stefánsdóttur, Sigtrygg Baldursson, Samúel Jón Samúelsson, Unni Birnu Björnsdóttur og svona mætti lengi telja.
Ása Berglind Hjálmarsdóttir, stjórnandi Tóna og trix, hefur heldur betur staðið sig vel á seinustu árum og á miklar þakkir skilið fyrir vinnu sína sem hefur lífgað upp á tónlistar- og menningarlíf í Þorlákshöfn.
En það sem stóð upp úr í kvöld var frammistaða Tóna og trix og sú gleði og hamingja sem ríkti á meðal þeirra allra. Við hjá Hafnarfréttum þökkum kærlega fyrir frábært kvöld og óskum öllum Trixurum til hamingju með tónleikana og nýja geisladiskinn.