Lúðrasveit Þorlákshafnar ætlar að halda sannkallaða rokktónleika með poppívavi í apríl. Um tvenna tónleika er að ræða, í Reykjavík og í Þorlákshöfn.
Stórsöngvarinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Þráinn Árni Balvinsson, gítarleikari Skálmaldar, verða Lúðraveit Þorlákshafnar til halds og trausts á þessum tónleikum.
Munu þau flytja tónlist frá flytjendum á borð við Jet Black Joe, Skálmöld, Rage against the Machine, Bubba, Eika Hauks, muse, Þursaflokknum, Patti Smith og fullt af Queen segir í tilkynningunni um tónleikana.
Fyrri tónleikarnir verða í Seljakirkju í Reykjavík miðvikudagskvöldið 10. apríl kl. 20:00 og þeir seinni verða Íþróttamiðstöð Þorlákshafnar laugardaginn 13. apríl kl. 17:00.
Miðaverð er 3.500 kr. og hefst miðasalan þriðjudaginn 19. mars á MIDI.IS