
Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Þórs var valinn þjálfari seinni hluta tímabilsins í Domino’s deildinni í þættinum Domino’s körfuboltakvöld á Stöð 2 sport í kvöld.
Baldur er á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari og hefur gert frábæra hluti með Þórs-liðið í deildarkeppninni.
Þá var hann valinn oftast þjálfari umferðarinnar í þættinum eða alls 5 sinnum, oftast allra þjálfara í deildinni.
Í þættinum var Nikolas Tomsick valinn í úrvalslið seinni hluta Domino’s deildarinnar en hann hefur verið frábær í liði Þórs í vetur.