8-liða úrslit: Þór mætir Tindastól í fyrsta leik á föstudaginn

Mynd: Karfan.is / Þorsteinn Eyþórsson

Þórsarar mæta Tindastól í 8-liða úrslitum Domino’s deildarinnar í körfubolta en fyrsta viðureign liðanna er núna á föstudaginn, 22. mars. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit.

Þorlákshafnardrengirnir hafa sýnt það og sannað í vetur að þeir geta unnið öll lið í deildinni. Tindastóll er þar engin undantekning en til þess þá þurfa Þórsarar að spila góðan leik og fá góðan stuðning frá sínu fólki.

Fyrsti heimaleikurinn í seríunni er síðan á mánudaginn klukkan 19:15 og þá mælum við með því að allir Þorlákshafnarbúar og aðrir nærsveitungar flykkist á völlinn og styðji við bakið á Þórsurum.