Digiqole ad

8-liða úrslit: Fyrsti leikurinn í kvöld

 8-liða úrslit: Fyrsti leikurinn í kvöld
Mynd: Karfan.is / Hjalti Árna

Í kvöld, föstudaginn 22. mars, fer fram fyrsti leikurinn í rimmu Þórs og Tindastóls í 8-liða úrslitum Domino’s deildar karla í körfubolta.

Leikurinn fer fram á heimavelli Stólanna á Sauðárkróki og hefst hann klukkan 19:15.

Einhverjir stuðningsmenn Þórs ætla að leggja leið sína norður í dag og styðja við strákana úr stúkunni. Fyrir þá sem leggja ekki í þetta veður sem er spáð seinnipartinn þá verður leikurinn sýndur á Tindastóll TV.

Á mánudaginn mætast liðin í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í leik tvö í rimmunni en það lið sem vinnur þrjá leiki fer áfram í undanúrslit.