Um helgina, 25.-26. maí, fer fram stærsta golfmót sem haldið hefur verið í Þorlákshöfn en þetta er fyrsta mótið af fimm í Egils Gull mótinu þar sem bestu kylfingar landsins etja kappi.
„Við hjá GÞ gríðarlega spennt fyrir helginni,völlurinn hefur aldrei litið betur út og eiga vallarstarfsmenn gríðarlega mikið hrós skilið,“ segir Óskar Gíslason hjá Golfklúbbi Þorlákshafnar.
Þetta er í fyrsta sinn sem GÞ heldur svona stórt mót og því mikill heiður að völlurinn í Þorlákshöfn hafi verið valinn einn af þeim fimm völlum sem keppt verður á í Egils Gull mótinu í sumar.
„Ég hvet allt áhugafólk um golf og íþróttir almennt að koma um helgina og sjá bestu kylfinga í karla og kvennaflokki kljást við völlinn,“ segir Óskar að lokum.