Mjög vindasamt er á landinu í dag og er þar Þorlákshöfn engin undantekning. Veðurstofan gerir ráð fyrir hvassviðri og sums staðar stormi, yfir 20 m/s, á vestanverðu landinu fram eftir morgni og má búast við varasömum vindstrengjum og hviðum, allt að 35 m/s hlémegin fjalla.
Upp úr hádegi lægir síðan smám saman. Það jákvæða í þessu er að sú gula stefnir í að láta sjá sig um miðjan dag í dag en hvort það verður bara svokallað gluggaveður skal ósagt látið.
Hafnarfréttir vilja minna fólk á að ganga tryggilega frá eigum sínum og þannig koma í veg fyrir meiðsli eða tjón.