Ægir með tap á Seyðisfirði

Ægir - Seyðisfjörður 2015Í dag ferðuðust leikmenn Ægis austur á Seyðisfjörð til að spila við Huginn sem situr í öðru sæti 2. deildar.

Okkar menn byrjuðu illa og tapaðist leikurinn í fyrri hálfleik en andstæðingarnir skoruðu alls 4 mörk í þeim hálfleik en Ægir einungis eitt. Ægismenn voru sterkari aðilinn í seinni hálfleik og náðu að minnka muninn. Þrátt fyrir það þurftu Ægismenn að sætta sig við 4-2 tap á Seyðisfirði.

Eftir leikinn situr Ægir áfram í 10. sæti deildarinnar með 11 stig eftir 12 leiki.