Tekjur af aflagjaldi aldrei verið hærri

SmábátarTekjur hafnarsjóðs Þorlákshafnar af aflagjaldi hafa aldrei verið hærri en árið 2014 en tekjur af aflagjaldi það ár voru um 49,9 m.kr. Þetta kemur fram í ársreikningi Þorlákshafnar

Aflagjald er gjald sem greitt er af sjávarafurðum sem koma í land í höfninni eða í skip á hafnarsvæðinu hvort sem það sé til vinnslu í Þorlákshöfn eða til brottflutnings. Aflagjaldsprósentan var 1,4% á ferskan fisk árið 2014 en lægri prósenta var á frystan afla og eldisfisk.

Er þetta töluverð aukning í tekjum af aflagjalAflagjald tafladinu frá því árið 2013 en það ár voru tekjurnar um 36,4 m.kr. á verðlagi ársins 2013.

Í töflunni hér til hliðar má sjá hverjar tekjur hafnarsjóðs voru af aflagjaldinu frá 2008-2014 bæði á verðlagi hvers árs og á verðlagi ársins 2014. Ef tekið er verðlag ársins 2014 þá hafa tekjur hafnarinnar af aflagjaldi einu sinni verið hærri en það var árið 2011.