Ægisstelpur stóðu sig frábærlega á Símamótinu

aegir_stelpur01Stelpurnar í 6. flokki Ægis í knattspyrnu stóðu sig heldur betur vel á Símamótinu sem fór fram um helgina í Smáranum í Kópavogi.

Í liðinu eru stelpur fæddar árið 2005 en þær unnu alla sína leiki á Símamótinu ef frá er talinn leikur þar sem þær fóru áfram á hlutkesti.

Stórglæsilegur árangur hjá þessum flottu fótboltastelpum og óska Hafnarfréttir þeim til hamingju með árangurinn.