Halldór Garðar og félagar í u18 landsliði karla í körfubolta sigruðu Svía með tveimur stigum, 65-63, í milliriðli á EM í Austurríkiki í gærkvöldi.
Íslenska liðið þurfti að vinna leikinn með 17 stigum til að komast í undanúrslit þar sem þeir töpuðu fyrir Georgíu í fyrri leik milliriðilsins.
Strákarnir munu þá spila um 5. til 8. sætið og mæta Englendingum á laugardag kl. 20:15.
Halldór Garðar átti góðan leik í gærkvöldi en hann skoraði 10 stig og gaf 3 stoðsendingar.