Þessi áramótin verður engin brenna í Þorlákshöfn í ljósi aðstæðna þar sem erfitt er að viðhalda fjarlægðarmörkum. „Áramótabrennur draga að sér fjölda fólks og viljum við í Sveitarfélaginu Ölfusi sýna ábyrgð í verki og aflýsum því áramótabrennu í ár,“ segir í tilkynningu á heimasíðu Ölfuss.
Flugeldasýning Kiwanisklúbbsins Ölvers og Björgunarsveitarinnar Mannbjargar verður á planinu við smábátahöfnina kl. 17:00 á gamlársdag en ætlast er til að fólk safnist í bíla og njóti þar flugeldasýningarinnar.