Það eru margir hlutir sem þétta Þorlákshafnarbúum saman og einn þeirra er körfuboltaliðið okkar. Eftir góðan árangur í deildarkeppninni, þar sem liðið endaði í 2. sæti er komið að úrslitakeppni.
Úrslitakepnin hefst um helgina og Þórsarar taka á móti Þór frá Akureyri í fyrsta leik og fer á hann fram á sunnudaginn kl. 19:15, í Icelandic Glacial höllinni.
Alls eru 150 áhorfendur leyfðir í höllinni, miðasala fer fram er í appinu Stubbur og grillaðir hamborgarar verða í boði fyrir leik.Vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit.
Næstu leikir eru:
Miðvikudaginn 19. maí kl. 19:15 á Akureyri
Sunnudaginn 23. maí kl. 19:15 í Icelandic Glacial höllinni
Ef hvorugt liðið hefur unnið þrjá leiki á þessum tímapunkti verður fjórði leikurinn spilaður á Akureyri 26. maí, og oddaleikur á heimavelli tveimur dögum síðar ef engin hefur þá þegar unnið rimmuna.