Þórsarar komnir í 1-0

Þór Þorlákshöfn vann sterkan sigur á Þór Akureyri í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos deildar karla í körfubolta.

Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en Þorlákshafnardrengirnir tóku yfir leikinn í öðrum leikhluta og héldu uppteknum það sem eftir lifði leiks og unnu sannfærandi sigur 95-76.

Leikurinn var í raun ráðinn á fyrstu mínútu fjórða leikhluta en þá skipti Bjarki, þjálfari Akureyringa, inn öllum óreyndu leikmönnunum sínum sem spiluðu síðustu níu mínútur leiksins.

Næsti leikur í rimmunni fer fram á Akureyri á miðvikudaginn en vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram í undanúrslit.