Þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní, er runninn upp og af því tilefni verður glæsileg dagskrá í Þorlákshöfn í dag.
Kl. 11:00 – Leikir í Skrúðgarðinum
- Blaðrar búa til blöðrudýr
- Sirkussýning fyrir þau yngstu
Kl. 13:10 – Skrúðganga frá grunnskólanum um bæinn til hátíðarsvæðis í Skrúðgarði
KL. 13:30 – Snillingarnir Gunni og Felix syngja og skemmta
Kl. 14:00 – Hátíðardagskrá í Skrúðgarðinum
- Ávarp forseta bæjarstjórnar
- Hátíðarræða útskriftarnema
- Lúðrasveit Þorlákshafnar
- Fjallkonan les upp ljóð
- Aðalbjörg syngur, meðleikarar Halldór og Sæli.
Kl. 14:30 – Hátíðarkaffisala í Versölum
Umsjón: Körfuknattleiksdeild Þórs
Kl. 15:00 – Fjölskyldufjör í Skrúðgarðinum
- Körfuþrautir og 3 á 3 á körfuvellinum
- Börnum boðið á hestbak
- Hoppukastalar
Kl. 16:30 BMX Brós sýna listir sínar á brettasvæði grunnskólans
Einnig fá áhugasamir fræðslu um útfærslu á ýmsum þrautum.
Kl. 17:00 – Söguferð og söngur á götuhornum
Rölt um bæinn með Ágústu Ragnars og rifjar hún upp sögu bæjarins og skemmtileg augnablik. Með í för er Rúnar Gunnarsson með gítarinn og tökum við lagið saman á nokkrum götuhornum. Lagt af stað frá Skrúðgarðinum.