Sprengjuleitarsveitin aftengir mögulega sprengju í Þorlákshöfn

Mikill viðbúnaður er við nýja gámasvæðið í Þorlákshöfn og búið að loka af fyrir umferð.

Sprengjuleitarsveit Landhelgisgæslunnar er á svæðinu með mikinn búnað og eru samkvæmt heimildum Hafnarfrétta að aftengja mögulega sprengju sem fannst á svæðinu í morgun þegar starfsmenn mættu til vinnu.

Ennþá er um óstaðfestar upplýsingar að ræða og munum við uppfæra fréttina ef nýjar fregnir berast.

Uppfært:
Torkennilegi hluturinn sem fannst á nýja gámasvæðinu reyndist vera eftirlíking af sprengju.