Þollóween handan við hornið – Sjáðu dagskrána

Þollóween skammdegishátíðin verður haldin í fjórða sinn í Þorlákshöfn dagana 25.-30. október. Sem fyrr er lögð mikil áhersla á fjölbreytta viðburði þar sem allir geta fundið eitthvað hræðilega spennandi sem vekur áhuga og ef til vill svolítinn taugatrekking.

Það verða draugahús fyrir bæði börn og fullorðna, flóttaherbergi (escape room), bílabíó, ónotaleg sundstund, skelfileg skrautsmiðja, kökuskreytingakeppni, grikk eða gott, hryllingssögukeppni í samstarfi við rithöfundinn Ævar Þór Benediktsson, Nornaþing og svo margt fleira. Samtals er um að ræða 16 viðburði auk ljósmynda- og skreytingakeppni.

Það eru nokkrir mikilvægir punktar sem gott er að koma á framfæri.

  • Það þarf að panta tíma í flóttaherbergið með því að hringja (sem fyrst) í síma 7711902
  • Það þarf að skrá sig á Nornaþingið https://forms.gle/7PC5ypB2BTzwYH996
  • Það þarf að skrá húsið sitt í Grikk eða gott, listi yfir skráð hús verður settur á viðburðinn á fimmtudagskvöldið. Skráningin er hér: https://forms.gle/KUSWFU13BMHRfb2N8
  • Draugahúsið á Oddabraut 14 föstudagskvöldið 29. október er hugsaður fyrir fullorðna en hugrökk börn 14 ára og eldri eru velkomin. Fullorðnir eru sérstaklega hvattir til að koma!
    Þollóween er samfélagslegt verkefni þar sem hópur af konum úr þorpinu leggur fram hugvit og mikla sjálfboðavinnu til að gera skammdegið skemmtilegra og búa til vetvang fyrir fólk á öllum aldri til að eiga saman ógleymanlega stundir. Hátíðin er fjármögnuð í samstarfi við Sveitarfélagið Ölfus og aðra velunnara Þollóween.

Dagskrá Þollóween má sjá hér að neðan og einnig hægt að hlaða niður viðhengi hér.