Pósturinn lokar í Þorlákshöfn

Íslandspóstur hefur tekið ákvörðun um að loka afgreiðslu sinni í Þorlákshöfn sem seinustu ár hefur verið veitt af Landsbankanum. Áfram verður póstþjónusta í Þorlákshöfn veitt með póstbíl og með póstboxum.

Þetta hefur eftirfarandi breytingar í för með sér:

  • Sendingar verða afhentar í póstbox eða heimsendingu á daginn.
  • Hægt verður að póstleggja skráðar sendingar í póstbox eða með því að hringja í síma 580-1000 eða 680-4709 og þá sækir Pósturinn sendinguna heim að dyrum. Áður þarf að skrá sendinguna í gegnum Mínar síður á posturinn.is.
  • Frímerki verða seld hjá endursöluaðila og hægt verður að póstleggja bréf í póstkassa.
  • Næsta þjónustu pósthús verður póshúsið á Selfossi og hægt verðu að óska eftir annarri afhengingartilraun ef sending kemst ekki til skila í útkeyrslu eða í gegnum Póstbox. Beina skal slíkum fyrirspurnum í 580-1000 eða 680-4709.

Sendingar verða áfram keyrðar heima að dyrum eða afhentar í gegnum póstbox sem staðsett er við Skálann og er opið allan sólarhringinn. Bréf verður hægt að póstleggja í póstkassa en frímerki verða seld hjá endursöluaðila.