Í dag er boðið upp á Ónotalega sundstund í sundlauginni frá kl. 19:30-22:00. Slysavarnarfélagið Sigurbjörg ætlar að vera með heitar vöfflur til sölu eftir sundið. Vakin er athygli á útivistartíma barna 12 ára og yngri svo að þau verða að vera með forráðamönnum eftir kl. 20.
Draugagarðurinn er opinn og fólk getur kíkt í hann hvenær sem hentar. Takið með ykkur vasaljós og myndabingóspjaldið sem finna má á bakhlið dagskrárinnar sem börnin fengu í skólanum. Garðurinn er sérlega glæsilegur í ár og vel þess virði að fá sér göngutúr um hann þegar rökkvar. Fallegar ljósaskreytingar og metnaðarfullar heimagerðar þrautir prýða garðinn. Aðstandendur hátíðarinnar eiga mikið hrós skilið fyrir sitt framlag til okkar sem fáum að njóta.
Fólk er einnig hvatt til þess að taka þátt í myndaleiknum. Takið myndir og myndbönd og merkið með #Þollóween.
-Bregðukeppni: Komdu þínum nánustu ,,skemmtilega“ á óvart með hressandi bregðu. Mundu eftir að taka hana upp og deila með #Þollóween og þá ertu kominn í nornapottinn.
-Dyrakeppni: Skreytið hurðir, takið mynd og deilið með #Þollóween og þá eigið þið möguleika á að vinna hræðilegan vinning.
-Þollóweenmyndin: Fangaðu Þollóweenstemninguna og deildu með #Þollóween og þú gætir unnið eitthvað hræðilega skemmtilegt.
Nánari upplýsingar um alla viðburði er að finna á Facebooksíðu Þollóween og á Instagram.
Hér má sjá nokkrar myndir af viðburðum gærdagsins.