Meistaraflokkur Ægis í knattspyrnu karla hefur framlengt samninga við þjálfarana Nenad Zivanovic og Baldvin Má Borgarsson um eitt ár. Þeir hafa leitt liðið frá árinu 2019 með mjög góðum árangri og er stefnan sett á að halda áfram á sömu braut. Liðið var í fjórðu deild árið 2019 en endaði í 3. sæti í annarri deild í ár. Einnig komust Ægismenn í 8 liða úrslit Mjólkurbikarsins.
Fyrirliði Ægis síðustu ár, Þorkell Þráinsson mun ekki leika áfram með félaginu heldur mun hann spila og þjálfa á Stokkseyri. Hann hefur spilað 213 leiki fyrir meistaraflokkinn, bæði í deildar- og bikarkeppnum og skorað samtals 22 mörk. 22 mörk. Á Facebooksíðu Knattspyrnufélagsins Ægis eru honum þökkuð góð störf í þágu félagsins og vonast til þess að hann mæti aftur til leiks síðar.