Úrslit í leikjum kvöldins

körfubolti

Þór beið ósigur í kvöld þegar liðið mætti Val í Origo höllinni 105-97. Nýr leikmaður Þórsara, Vinnie Shahid var stigahæstur liðsins með 31 stig og verður það að teljast góð byrjun hjá honum. Stigahæstur Valsmanna var Callum Lawson með 21 stig. Þórsarar eru því enn í botnsætinu með ekkert stig eftir 5 leiki en Valsmenn eru í toppsætinu með 8 stig.

Í fyrstu deild kvenna tók Hamar-Þór á móti Aþenu-Leikni-UMFK. Heimakonur unnu með 90 stigum gegn 75. Stigahæst hjá Hamri-Þór var Jenna Mastellone með 42 stig.