Vandamál eru ekki til heldur verkefni sem þarf að leysa

Halldór Sigurðsson

Ölfusingur vikunnar er Halldór Sigurðsson fyrrum skólastjóri Grunnskólans í Þorlákshöfn. Halldór varð 75 ára þann 2. nóvember síðastliðinn. Hafnarfréttir óska Halldóri innilega til hamingju með stórafmælið.

Fullt nafn:   Halldór Sigurðsson

Aldur:  75 ára

Fjölskylduhagir: Giftur, á 3 börn, eignaðist 9 barnabörn en á nú 8 og 2 langafabörn 

Starf: Var skólastjóri Grunnskólans í Þorlákshöfn  í 27 ár og þar á undan kennari.

Hvað ertu búin að búa í Ölfusi í langan tíma?  32 ár.

Hver er uppáhalds maturinn þinn? Íslenska lambakjötið þá sérstaklega lambalærið

Áttu þér uppáhalds bók, hver er hún?   Það er af mörgu að taka en ég get nefnt Sölku Völku eftir Halldór Laxness, Útkallsbækurnar eftir Óttar Sveinsson svo er Arnaldur alltaf í uppáhaldi. Sænskar sakamálasögur eru líka alltaf á náttborðinu.

Hvaða kvikmynd getur þú horft á aftur og aftur?   Ég get nú yfirleitt ekki horft á kvikmynd aftur en ef ég á að nefna einhverja þá væri það Stella í orlofi og svo Stuðmannamyndin Með allt á hreinu.

Hvað hlustar þú mest á? Mér finnst lögin hans Magnúsar  Eiríkssonar  alltaf flott. Síðan má nefna Rolling Stones sem voru mínir piltar í gamla daga. Una Torfa er flott  og svo hef ég gaman af sænskri þjóðlagamúsík síðan ég bjó í Gautaborg.

Hver er þinn uppáhaldsstaður í Ölfusi? Ég á mér nú ekki neinn sérstakan stað, Ölfusið er allt áhugavert en ég get þó  nefnt Álfaborgir en þar bað ég konuna mína að giftast mér.

Hvernig hressir þú þig við þegar þess þarf?  Heimsæki vini mína.

Hver er þín helsta fyrirmynd? Ég verð að segja pabbi minn, hann hafði alltaf tíma til að sinna ótal störfum á sama tíma.

Hvaða lag fær þig til að dansa? Það eru mörg lög en ég get nefnt t.d. Popplag í G -dúr með Stuðmönnum.

Hefur þú grátið af gleði? Ef svo, hvað aðstæður kölluðu fram gleðitárin?    Það getur verið ýmislegt og þá helst sem tengist barna- og langafabörnum mínum. Svo er alltaf gaman þegar aðrir gleðjast.

Hvað elskar þú við Ölfus?   Mannlífíð, náttúruna og dugnað fólks.

Hvað myndir þú vilja sjá í Ölfusi sem ekki er hér nú þegar?  Ég vil bara sjá áframhaldandi dugnað og framkvæmdir fólks.

Hver er uppáhalds æskuminningin þín?  Sauðburður, heyskapur og smalamennska. 

Hvert dreymir þig um að fara?  Gaman væri að komast til Afríku.

Áttu þér uppáhalds mottó, eða einhver orð sem þú hefur í huga dags daglega?  Vandamál eru ekki til heldur verkefni sem þarf að leysa.

Hvað er framundan hjá þér? Að halda áfram að lifa lífinu í sátt við menn og málefni. 

Eitthvað að lokum?  Hafið það sem allra best og verið góð hvert við annað.