Ísland mætir Georgíu í 2. glugga seinni hluta heimsmeistaramótsins 2023 í körfuknattleik karla föstudaginn 11. nóvember. Leikurinn fer fram í Laugardalshöll. Meðal leikmanna sem valdir hafa verið af landsliðsþjálfurum til að spila þennan leik er Þorlákshafnarbúinn Styrmir Snær Þrastarson en þetta verður í fyrsta sinn sem hann leikur með liðinu á heimavelli í Laugardalshöll.
Staða Íslands er frekar sterk í riðlinum en liðið er með fjóra sigra, tvö töp og er sem stendur í 3. sæti en þrjú efstu lið riðilsins komast á lokamótið.
Liðið mætir svo Úkraínu þann 14. nóvember og fer sá leikur fram í Riga í Lettlandi.
Lið Íslands skipa:
Elvar Már Friðriksson – Rytas Vilnius, Litháen
Haukur Helgi Briem Pálsson – Njarðvík
Hilmar Pétursson – Muenster – Þýskalandi
Hilmar Smári Henningsson – Haukum
Hörður Axel Vilhjálmsson – Keflavík
Jón Axel Guðmundsson – Victoria Libertas Pesaro, Ítalíu
Kári Jónsson – Val
Kristófer Acox – Val
Orri Gunnarsson – Haukum
Ólafur Ólafsson – Grindavík
Ragnar Ágúst Nathanaelsson – Hamri
Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóli
Styrmir Snær Þrastarson – Þór Þorlákshöfn
Tryggvi Snær Hlinason – Basket Zaragoza, Spáni
Ægir Þór Steinarsson – CB Lucentum Alicante, Spáni
Þorvaldur Orri Árnason – KR
Þjálfari: Craig Pedersen
Aðstoðarþjálfari: Hjalti Þór Vilhjálmsson og Baldur Þór Ragnarsson
Báðir leikirnir verða sýndir á RÚV og miðasala fer fram í STUBB appinu. Takmarkað magn miða er í boði.