Stjarnan með verðskuldaðan sigur á Hamri-Þór

körfubolti

Hamar-Þór átti ekki erindi sem erfiði í gær þegar liðið lék við Stjörnuna í Garðabæ. Stjarnan var með yfirhöndina allan leikinn og var staðan 43-29 Stjörnunni í vil í hálfleik. Stjarnan kláraði svo leikinn með yfirburðum og enduðu með 83 stig á móti 61 stigi Hamars-Þórs.

Stigahæst í liði Hamars-Þórs var Jenna Mastellone með 29 stig, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir var með 7 stig, Gígja Rut Gautadóttir 6 stig og Emma Hrönn Hákonardóttir var með 5 stig. Hún tók einnig 10 fráköst og átti 6 stoðsendingar.

Hamar-Þór er nú í 5. sæti 1. deildar kvenna með 8 stig en Stjarnan trónir á toppnum með 16 stig.