Nú vofir yfir verkfall verkafólks Samskipa, Skeljungs og Olíudreifingar.
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Landeldis í Þorlákshöfn segir í viðtali við mbl.is að máið sé alvarlegra en fólk áttar sig á .
Hann segir að Eimskip geti ekki keyrt neitt út nema þrjá til fjóra daga og þá verði allt stopp. Hann óttast um að um næstu helgi muni Landeldi finna fyrir vöruskorti. Þá verði enginn fiskur fluttur út.
Þá muni búast við ofsölu á bensíni og allt verði orðið tómt um helgina.
Landeldi er að byggja upp fiskeldi í Þorlákshöfn. Fyrirtækið hefur sent erindi til Eflingar varðandi undanþágur til að flytja súrefni sem er nauðsynlegt til að halda fiskum lifandi í kerjum en hefur engin svör fengið við því. Einnig er fyrirtækið með starfsmenn og verktaka sem þurfa að keyra til Þorlákshafnar.
Fréttin birtist fyrst á mbl.is.