Á bæjarstjórnarfundi síðastliðinn fimmtudag voru kynntar hugmyndir um að reisa íbúðir í miðbænum þar sem nú er Skrúðgarður. Lóðirnar þykja henta vel til þess að byggja upp miðbæjarkjarna og þétta byggðina. Um verður að ræða fjögurra hæða byggingar þar sem á neðstu hæð verða þjónusturými en íbúðir á efri hæðum. Teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum verða til sýnis í anddyri ráðhússins (niðri) frá kl. 15:00 í dag.
Uppfært: Þessi frétt var að sjálfsögðu uppspuni frá rótum í tilefni dagsins.