Þórsarar jörðuðu Grindvíkinga

Þórsarar völtuðu rækilega yfir lið Grindavíkur í gærkvöld þegar þeir unnu með 111-59 í lokaleik Subway deildarinnar. Grindvíkingar sáu aldrei til sólar í leiknum og Þórsarar sýndu svo sannarlega hvað í þeim býr. Framundan er úrslitakeppnin og munu okkar menn mæta Haukum í fyrsta leik fyrstu umferðar næsta miðvikudag kl. 18:15 á Ásvöllum.

Þór endaði í 6. sæti Subway deildarinnar með 22 stig eftir brösuglega byrjun í haust. Undanfarið hafa þeir verið í miklu stuði og stemningin verið gríðarleg.

Nú mæta allir á völlinn og styðja Þórsara til sigurs.