Stúlkurnar í 5. flokki Hamars kepptu á TM mótinu í knattspyrnu í Vestmannaeyjum síðastliðna helgi. Tvær úr liðinu eru Þorlákshafnarbúar, þær Kolbrún Ásta Halldórsdóttir og Telma Svava Andrésdóttir.
Hamar var með tvö lið á mótinu sem bæði unnu bikar í sínum riðli, eldra liðið vann Álseyjarbikarinn og yngra liðið vann Bergeyjarbikarinn. Hefð er fyrir því að halda landsleik á föstudagskvöldinu þar sem hvert lið á fulltrúa í leiknum og var Telma Svava fulltrúi Hamars. Hún skoraði frábært skallamark í leiknum.
Í lok móts voru valdir 10-12 bestu leikmenn mótsins að mati dómara og fengu þeir sérstaka viðurkenningu. Telma Svava var valin í þann hóp.