Þórsarar geta komist yfir í einvíginu í kvöld

Leikur þrjú í viðureign Þórs og Grindavíkur fer fram í Grindavík í kvöld kl. 19:15.

Þórsarar jöfnuðu metin á heimavelli á sunnudaginn með glæsilegum sigri og ætla sér að komast yfir í einvíginu í kvöld.

Strákarnir þurfa góðan stuðning úr stúkunni og hvetja Hafnarfréttir alla til að fjölmenna Suðurstrandarveginn og styðja okkar menn til sigurs.

Eins og fyrr segir hefst leikurinn kl. 19:15.