Þórsarar þurfa sigur annað kvöld – góður stuðningur skiptir öllu

Grindavík sigraði Þór í þrjiðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino’s deildarinnar í gærkvöldi 100-92 en Grindavík var skrefinu undan allan leikinn.

Þar með er staðan 2-1 í rimmunni og þurfa Þórsarar nauðsynlega á sigri að halda í Þorlákshöfn annað kvöld til að jafna metin og komast í fimmta leikinn í Grindavík.

Nú er það svo að góður stuðningur skiptir gífurlega miklu máli og er oft talað um stuðningsmennina sem sjötta mann liðsins.

Græni drekinn virðist vera sofnaður svefninum langa en nú þurfa allir stuðningsmenn Þórs að láta vel í sér heyra í stúkunni og styðja Þorlákshafnardrengina til sigurs.