Nigel Pruitt til Þórs

Þór hefur samið við Nigel Pruitt um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway deild karla.

Nigel er 28 ára, 201 cm bandarískur framherji sem einnig er með þýskt vegabréf. Hann hefur síðan hann kláraði háskóla árið 2016 leikið sem atvinnumaður í Austurríki, Þýskalandi, hollensk/belgísku BNXT deildinni og nú síðast í Leb Oro deildinni á Spáni þar sem hann var á mála hjá Oviedo.