Þórsarar unnu leiki helgarinnar og komnir í 8 liða úrslit

Góð helgi að baki hjá Baldri, fyrirliða Þórs.
Góð helgi að baki hjá Baldri, fyrirliða Þórs.

Þórsarar spiluðu tvo heimaleiki í Lengjubikarnum í körfubolta um helgina þegar Haukar og Fjölnir þurftu að sætta sig við ósigur gegn heimamönnum í Icelandic Glacial höllinni. Þar með var sæti í 8 liða úrslitum Lengjubikarsins tryggt.

Í kvöld sigruðu Þórsarar lið Fjölnis nokkuð örugglega 83-77. Stigahæstir hjá Þór voru Mike Cook með 22 stig, Nemanja Sovic með 18 og Baldur Þór með 16 stig og 7 stoðsendingar.

Á föstudaginn voru það Haukar sem heimsóttu höfnina. Þór fór með sigur af hólmi í þeim leik 81-74. Stigahæstir, eins og í leiknum í kvöld, voru Cook og Sovic sem skoruðu 18 stig og Baldur kom þar á eftir með 14 stig.