Haukar heimsækja Þórsara

baldur_01Í kvöld, föstudag, mæta Hafnfirðingar í höfnina og etja þar kappi við heimamenn í Þór í seinni umferð Lengjubikarsins í körfubolta. Leikurinn fer fram í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn og hefst hann klukkan 19:15.

Haukar fóru með nauman sigur á sínum heimavelli í fyrri leiknum á dögunum og má því vænta hungruðum Þórsurum í leiknum í kvöld.

Fjölmennum á leikinn og styðjum okkar menn til sigurs.