Ungbarnamorgun á bókasafninu

born01Alla þriðjudaga opnar bókasafnið klukkan 10:00 og býður foreldrum eða öfum og ömmum sem gæta yngstu barnanna, velkomin á bókasafnið.

Ungbarnamorgnarnir verða í allan vetur frá kl. 10:00-12:00 á þriðjudögum. Á bókasafninu eru púðar fyrir börnin að liggja á og leikföng sem hæfa yngstu gestum safnsins. Mæður og feður geta nálgast margvíslegar bækur um fyrstu árin, spjallað við aðra gesti eða kíkt í blöðin á meðan börnin una sér.

Kíktu við og láttu endilega aðra vita af þessum morgnum.