Við leitum að öflugum og drífandi einstaklingi í starf verkefnastjóra til að vinna að grænni atvinnuuppbyggingu í Sveitarfélaginu Ölfusi. Ölfus er sveitarfélag sem býr yfir miklum tækifærum til uppbyggingar atvinnulífs sem byggir á grænum gildum hringrásarhagkerfis og loftslagssjónarmiða. Ölfus Cluster ses. er sjálfseignarfélag sem vinnur m.a. að atvinnuuppbyggingu í Ölfusi og vegna fjölda spennandi og krefjandi verkefna óskum við eftir umhverfisfræðingi, hagfræðingi, lögfræðingi eða starfsmanni með tengda menntun og reynslu. Hlutverk verkefnastjóra verður m.a. að koma á fót Grænum iðngarði í Ölfusi á um 250 hektara athafna- og iðnaðarsvæði fyrir utan Þorlákshöfn ásamt því að vinna með þeim fyrirtækjum sem eru þegar innan sveitarfélagsins og starfa með hringrásarhagkerfið og markmið ríkisstjórnar í loftslagsmálum að leiðarljósi.
Grænn iðngarður er samstarfsnet fyrirtækja á ákveðnu atvinnusvæði þar sem skipst er á orku og hráefnum; þar sem úrgangur og straumar eins fyrirtækis getur nýst sem auðlind annars. Innviðir græns iðngarðs eru skipulagðir með samvinnu í huga er varðar þjónustu og viðskipti fyrirtækjanna innan garðsins.
Verkefnið er tímabundið eða til 2ja ára en með möguleika á áframhaldandi ráðningu ef verkefnastaða leyfir.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hönnun og mótun Græns iðngarðs í Ölfusi
- Skipulag Græns iðngarðs og tengingar við atvinnulíf í Ölfusi
- Meta og innleiða reglur, stefnur og staðla í umhverfismálum
- Skipuleggja og vinna að vöktun eða rannsóknum tengdum uppbyggingu Græns iðngarðs
- Meta og nýta vísindalegar upplýsingar úr mismunandi fræðigreinum
- Veita ráðgjöf um stefnumótun og framkvæmdir sem byggja á grænum gildum og hringrásarhagkerfis lausnum
- Samskipti, tengslamyndun og markaðssetning
- Upplýsingagjöf til almennings og opinberra stofnanna
- Önnur verkefni í samstarfi við hagsmunaaðila
Menntun og hæfnikröfur
- Þekking og/eða reynsla á umhverfisráðgjöf, samningagerð, rekstri og stjórnun
- Þekking og/eða reynsla á loftgæðum, úrgangsstjórnun, ýmiskonar umhverfisbókhaldi t.d. gróðurhúsalofttegundum (GHG) og lífsferilgreiningum (LCA) er kostur
- Menntun sem nýtist í starfi t.d. umhverfisverkfræði, umhverfis- og auðlindafræði, iðnaðarverkfræði, lögfræði, hagfræði eða sambærilegt nám
- Góð færni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæð vinnubrögð og góð þjónustulund ásamt því að vinna vel í hópum
- Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 15.08.2023.
Umsókn ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi skal senda á undirritaðan merkt:
Verkefnastjóri Ölfuss.
Páll Marvin Jónsson – pmj@olfus.is – 694-1006