Eins og við greindum frá í gær þá eru myndatökur í gangi um allan bæ í dag. Tökumenn eru í Þorlákshöfn og eru að taka upp myndskeið sem notuð verða í kynningu á bæjarfélaginu.
Menningarfulltrúi Ölfuss tók myndir í morgun frá þeim stöðum sem þeir eru búnir að vera á en nokkrar þeirra má sjá hér neðst í greininni.
Hér að neðan má síðan sjá grófa dagskrá dagsins og geta áhugasamir mætt og tekið þátt. Hafa ber þó í huga að tímasetningar eru ekki alltaf nákvæmar.
- 7:00-8:00 Höfnin
Bryggjan. Löndun, fólk upptekið að spjalla, keyra, skipuleggja, sópa og hvað sem ykkur dettur í hug. Hafnarstjóri að stýra og stjórna.
- 9:00-10:00 Fjaran
Reiðmenn (4-5 manns á hestbaki) Anna Björg, Svenni með hross
Ef einhverjir geta verið að hoppa, leika og spásséra í fjörunni væri það frábært.
- 10:00 Golfvöllurinn
Fólk að spila gólf. Fylgst með kylfingi slá og kúlunni fylgt eftir.
- 11:00 – 12:00 Grunnskólinn
Krakkar að leika, í körfubolta, fótbolta í leiktækjum, að spjalla og hafa gaman saman .
Gjarnan einhverjir að ganga um í næsta nágrenni. Einhverjir úti á Egilsbraut níu, jafnvel að spila minigolf eða hvað sem er – spássera og spjalla.
- 12:00-13:00 Sundlaugin/fótboltavöllur
Krakkar í sundkennslu, að stökkva út í, væri gaman að hafa einhverja fullorðna í heitu pottunum og bara eins marga í lauginni og hægt er.
Einhverjir að sprikla í skólahreystibrautinni (hádegistímarnir mættu færast út í smá tíma) og væri flott að hafa einhverja í fótbolta úti á fótboltavelli ef hægt er eða að hlaupa hringinn í kringum völlinn.
- 14:00-15:00 Leikskólinn – börnin úti að leika
Farið yfir húsin í þorpinu þarna í kring, gjarnan fólk að spjalla í garðinum, að hengja þvott á snúru að spássera eða taka á á heilsustígnum við leikskólann.
- 15:30-16:30 útsýnisskífa – vitinn – bergið.
Fólk að horfa út á haf, vitinn, klettarnir, fólk að skokka nesið eða í göngutúr, krakkar að leika.
- 17:00 Bryggjan
Fólk að dorga, krakkar að stökkva í sjóinn og björgunarsveitarmenn á bát og að í eftirliti
- 18:30 Brimari í skötubótinni, fólk á göngu. Er einhver sem er til í að taka smá sjósund? plan B fyrir þennan lið er mótokrossið, en það verður látið vita ef þarf að fá lið þangað.