Þór fær Njarðvík í heimsókn í Lengjubikarnum

vance_hall01Í kvöld fer fram annar leikur Þórsara í Lengjubikarnum í körfubolta þegar Njarðvík mætir í heimsókn í Icelandic Glacial höllina.

Einar Árni þjálfari Þórs mun þarna hitta fyrir sína gömlu félaga en hann þjálfaði Njarðvík til margra ára.

Leikurinn hefst að venju klukkan 19:15 og aðgangseyrir er 500 kr. fyrir 16 ára og eldri.