Góður sigur hjá Þórsurum í kvöld

raggi_nat-1Fyrr í kvöld spiluðu Þórsarar sinn annan leik í Lengjubikarnum er þeir tóku á móti Njarðvík í Icelandic Glacial höllinni

Lið Þórs var sterkari aðilinn og unnu leikinn 87-72.

Stigahæstir í liði Þórs voru Vance Michael Hall með 25 stig, Ragnar Nathanaelsson setti 18 og Ragnar Örn Bragason var með 14 stig. Halldór Garðar Hermannsson og Þorsteinn Már Ragnarsson voru svo báðir með 10 stig.

Næsti leikur Þórsara í Lengjubikarnum er á þriðjudaginn þegar þeir fá Ármann í heimsókn í Icelandic Glacial höllina.