Uppselt á tónleika Jónasar og LÞ

Uppselt er á tónleika Jónasar Sigurðssonar og Lúðrasveitar Þorlákshafnar sem fram fara í Háskólabíói í kvöld. Um er að ræða tíu ára afmælistónleika plötunnar Þar sem himin ber við haf.

Jónas gaf út nýtt lag í tilefni afmælisins á dögunum. Lagið heitir Faðir og er skemmst frá því að segja að það trónir nú í efsta sæti vinsældalista Rásar 2.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á lokaæfingu í Háskólabíói í gær. Mikil stemning ríkir í herbúðum tónlistarfólksins sem kemur fram í kvöld og gestir eiga von á stórkostlegri upplifun.