Starfsmenn fiskvinnslufyrirtækisins Frostfisks í Þorlákshöfn ráku upp stór augu þegar afar sérkennilegur fiskur mætti á færibandið í gær.
Hallgrímur Erlendsson birti mynd af fisknum á Facebook síðu sinni en um er að ræða hvíta og örlítið rauðleita ýsu.
Líklegt þykir að um albínóa sé að ræða sem er fremur sjaldgæft en hefur þó annað slagið komið á land.