Þrír ungir og efnilegir leikmenn skrifuðu undir tveggja ára samning við knattspyrnufélagið Ægi í gær. Leikmennirnir þrír eru Sandra Dögg Þrastardóttir, Eiður Smári Guðmundsson og Guðmundur Brynjar Gylfason. Öll eru þau fædd árið 1999.
„Markmiðið er alltaf að reyna auka hlutfall uppalinna leikmanna í leikmannahópum félagsins. Þetta eru allt uppaldir leikmenn Ægis sem félagið bindur miklar vonir við að verði framtíðar leikmenn meistaraflokka á næstu árum,“ segir á heimasíðu Ægis.
Þá var Guðmundur Garðar Sigfússon ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks og skrifaði hann undir samning þess efnis. Mun hann vera Einari Ottó til halds og trausts í sumar en þeir koma báðir frá Selfossi. Guðmundur þjálfaði meistaraflokk KFR á síðustu leiktíð.
Við sama tækifæri framlengdi Þorkell Þráinsson samningi sínum við félagið til næstu tveggja ára.