Hátíðarhittingur kvenna í Ölfusi

hatidarhittingur01Í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá fyrsta fundi hins óformlega félagsskapar Konur í Ölfusi og að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi, er efnt til hátíðarhittings kvenna í Ölfusi á morgun, föstudaginn 6. nóvember.

Elsa Unnarsdóttir, Louisa Jóhannesdóttir, Sigurhanna Gunnarsdóttir og Kristín Magnúsdóttir segja frá ýmsu sem tengist þeirra reynslu af réttindabaráttunni, stöðu kvenna hér áður og stöðu kvenna í því nútímasamfélagi sem við búum í.

Bergrún Gestsdóttir og Arna Dögg Sturludóttir ætla að spila nokkur lög fyrir gesti auk þess sem þær munu spila undir fjöldasöng.

Hátíðarhittingurinn fer fram í Ráðhúsi Ölfuss og hefst kl. 17. Seldar verða léttar veitingar á staðnum og allar konur hvattar til að mæta.