svitanÍ gær var Félagsmiðstöðvardagurinn haldinn hátíðlegur út um allt land. Félagsmiðstöðin Svítan var að sjálfsögðu með opið hús fyrir bæjarbúa og gerðu einhverjir foreldrar sér ferð þangað í gærkvöldi og einnig mættu gamlir fastagestir í félagsmiðstöðinni.

Þeir sem mættu töluðu um hvað það væri gott að koma aftur í félagsmiðstöðina og rifja upp gamla og góða tíma.

Athygli er vakin á því að ungmennahús er opið fyrir 16 ára og eldri í kvöld og er alltaf opið annan hvern fimmtudag.