einnrjukandikaffibolliLeiksýningin Einn rjúkandi kaffibolli hjá Leikfélagi Ölfuss hefur slegið rækilega í gegn en uppselt hefur verið á allar 12 sýningarnar.

Nú er að líða að sýningarlokum og eru örfá sæti laus á aukasýninguna á miðvikudaginn, 25. nóvember. Uppselt er á lokasýninguna á laugardaginn.

Nú er ráð að hafa hraðar hendur til að missa ekki af þessu en hægt er að panta miða á leikfjelag@gmail.com eða í síma 692-0939.