Unglingaflokkur Þórs/Reynis úr leik í bikar

FB_IMG_1446400122833Sameiginlegt lið Þórs/Reynis í unglingaflokki spilaði í gær gegn Njarðvík í Ljónagryfjunni og biðu þar lægri hlut 85-82 í skrítnum leik. Heimamenn byrjuðu mun betur og komust í 22-3 og leiddu svo 46-32 í hálfleik. Það var fátt í spilunum sem benti til spennandi lokamínútna en í stöðunni 80-66 skora okkar menn 12 stig í röð og munurinn allt í einu tvö stig.

Njarðvíkingar settu þó þrist til að læsa leiknum þegar rúmar sjö sekúndur lifðu leiks. Halldór Garðar svaraði með þrist en Njarðvíkingar settu svo tvö víti áður en Atli Karl svaraði með einu vítaskoti og lokatölur eins og áður sagði 85-82.

Okkar menn voru ekki að leika vel í þessum leik, og mögulega sátu leikir föstudags (mfl.) og laugardags í mönnum en það þýðir ekki að dvelja við það. Næstu leikir hjá unglingaflokki eru á nýju ári en þeir mæta Skallagrím 4.janúar hér heima í Höfninni.

Stigaskor í dag: Halldór Garðar Hermannsson 23, Magnús Breki Þórðarson 17, Róbert Arnarsson (Reyni) 11, Davíð Arnar Ágústsson 8, Jón Jökull Þráinsson 8, Atli Karl Sigurbjartsson (Reyni) 8, Birkir Skúlason (Reyni) 2, Benjamín Þorri Benjamínsson 2, Ágúst Einar Ágústsson (Reyni) 2, Matthías Orri Elíasson 1. Brynjar Þór Guðnason (Reyni) og Friðrik Árnason (Reyni) léku einnig án þess að skora að þessu sinni.

Grein birtist á Facebook-síðu Þórs