Kæru lesendur Hafnarfrétta

hafnarfrettir02Undanfarna mánuði hefur heimsóknum á vef Hafnarfrétta fjölgað mikið og þökkum við kærlega fyrir það.

Ásamt því að skrifa fréttir sem tengjast sveitarfélaginu þá birtum við einnig mikið af tilkynningum um viðburði sem eiga sér stað í okkar samfélagi. Ýmsir viðburðir geta þó farið framhjá okkur og viljum við því hvetja ykkur til að senda ábendingar um viðburði á netfangið frettir@hafnarfrettir.is eða í gegnum facebooksíðu Hafnarfrétta.

Einnig viljum við benda lesendum á að senda á okkur ábendingar um fréttaefni, því til að halda úti góðum bæjarmiðli þá þurfum við að treysta á ábendingar frá lesendum. Ef þið hafið ábendingar um fréttaefni þá endilega sendið tölvupóst á frettir@hafnarfrettir.is eða í gegnum facebooksíðu okkar.

Til viðbótar þá viljum við endilega fá sem flestar aðsendar greinar og birtum við allar málefnalegar greinar á Hafnarfrettir.is.

Að lokum viljum við þakka þér lesandi góður fyrir að heimsækja Hafnarfréttir.is því án þín væri þessi vefur ekki til.

Ritstjórar Hafnarfrétta
Davíð Þór og Valur Rafn