Grindavík sigraði suðurstrandarslaginn

thor_stjarnan_lengjubikar-6Þórsarar máttu þola tíu stiga tap þegar Grindvíkingar komu í heimsókn í Icelandic Glacial höllina í Domino’s deildinni í gærkvöldi. Leikurinn endaði 74-84 gestunum í vil.

Í stuttu máli þá var frammistaða Þórs nokkuð langt frá því sem sést hefur í undanförnum fjórum leikjum liðsins. Það var þó gaman að sjá að liðið spilaði í glæsilegum nýjum búningum í leiknum.

Stigahæstir í liði Þórs voru Vance Hall með 23 stig, Raggi Nat með 18 stig og 14 fráköst, Halldór Garðar og Þorsteinn Már skoruðu 12 stig hvor.

Næsti leikur Þórs er á fimmtudaginn þegar feiknar sterkt lið Hauka sem mætir í höfnina.