Kostnaður vegna dýpkunarframkvæmda í og við Landeyjahöfn nemur um 520 milljónum króna á á þessu ári, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.
Þar af er kostnaður vegna dýpkunar dæluskipa Björgunar um 330 milljónir og rúmar 190 milljónir fara til belgíska fyrirtækisins Jan De Nul, sem kom til landsins með dæluskipið Taccola.
Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, segir að dýpkunarkostnaður sé orðinn talsvert meiri en reiknað var með, en rúmlega 300 milljónir voru áætlaðar í framkvæmdirnar.