Þór mætir Haukum í 8-liða: Langþráður heimaleikur staðreynd

thor_stjarnan_lengjubikar-3Það dró til tíðinda núna í hádeginu þegar dregið var í 8-liða úrslit bikarkeppninnar í körfubolta.

Þórsarar mæta Haukum en það sem þykir hvað merkilegast er að leikurinn verður á heimavelli Þórs, sem hefur ekki gerst í langan tíma.

Í myndbandinu frá Karfan.is hér að neðan má sjá dráttinn í karlaflokki en heyra má fögnuð úr sal þegar lið Þórs kom fyrr upp úr skálinni sem þýddi heimaleik.

8 liða úrslit bikars karla. #korfubolti

Posted by Karfan.is on Wednesday, 9 December 2015